Jöklanámskeið Fjallaskólans – 2 dagar
25.–26. nóvember

Undirbúningur fyrir Jöklaleiðsögn 1:

Á þessu tveggja daga jöklanámskeiði Fjallaskólans sem haldið verður 25. og 26. nóvember er lögð áhersla á tæknilegan hluta jöklaleiðsagnar.
Markmiðið er að auka hæfi þátttakenda til að standast kröfur námskeiðsins Jöklaleiðsögn 1.

Fyrir hverja?:

 • þá sem hafa starfað við almenna leiðsögn en skortir grunn í línuvinnu / fjallamennsku.
 • fjallamenn sem vilja rifja upp og kynnast nýjustu aðferðum fyrir Jöklaleiðsögn 1
 • reynda leiðsögumenn sem langar líka að geta leiðsagt á jökli

Lengd:
Tveir dagar (20 klst.) þar af 16 klst. á jökli.

Innifalið:
Jöklaleiðsögumaður AIMG, allur sérhæfður jöklaútbúnaður

Ekki innifalið:
Akstur til og frá, gisting og matur

Þú þarft að koma með:
Persónulegan fatnað og persónulegan útbúnað
Sjá útbúnaðarlista neðst.

Staðsetning:
Sólheimajökull í Mýrdalsjökli. 160 km /2 klst. frá R.vík
Gisting 1. nótt – nánar ákveðið í samráði við þátttakendur.

Dagsetning / tímasetning:
25.– 26. nóvember 2016 (báðir dagar meðtaldir)

Verð á mann:
44.900 kr. (lágmark 4 þátttakendur)

Smelltu hér til að greiða með korti á síðu Kortaþjónustunnar 

Einnig má ganga frá greiðslu með millifærslu á reikning Lágfóta ehf. kt. 461014-1000 R.nr.: 0133 – 26 – 10253
Þá þarf einnig að skrá þátttöku hér. 


Markmiðið er að þátttakendur …:

 • kynnist kröfum jöklaleiðsagnar
 • kynnist tækni og útbúnaði sem notaður er við jöklaleiðsögn
 • kynnist/læri nútímalegar aðferðir við sprungubjörgun
 • verði færir um að ferðast með öðrum jafn vönum um jökla neðan snælínu
 • verði færir um að setja upp tryggingar og æfa sprungubjörgun
 • verða færir um að gera sjálfir og afla sér þannig reynslu og þjálfunar á eigin vegum

Dagskrá í grófum dráttum

Dagur I :
Broddar, belti og öxi … fyrstu skrefin á jökli.
Jöklafræði, leiðarval, sumarís og haustís, jöklafærni, höggva spor, fallhætta.
Uppsetning trygginga, að síga með öryggishnút (prússik), að klifra upp línu (prússik).

Kvöldspjall og sýnikennsla á gististað:
Leiðarval, ferðalög á jökli, bundin í línu eða ekki.
Hnútar og og annað dót til reiðu. Viðbrögð við fall í jökulsprungu.

Dagur II :
Uppsetning tryggingar upprifjun, ferli björgunar úr jökulsprungu (ólík dobblunar kerfi rýnd), viðnám á brún, viðnám í kerfi, einstefnulásar, toglykkja, (e. drop loop).
Sprungubjörgun frá A-Ö.

Útbúnaður:

Persónulegur útbúnaður þátttakenda:

 • Skór – helst hálfstífir eða stífir skór til vetrarferða
 • Belti – jöklabelti
 • Broddar – 10-12 gadda stálbrodda sem passa á skóna (ath. ekki álbrodda)
 • Ísöxi – Hefðbundna ísöxi 55-70 cm með beinu eða lítið bognu skafti.
 • Hjálmur
 • Prússikbönd x 3 (í þremur lengdum t.d. 1,5 m, 2 m og 3 m).
 • Fatnað til útivistar á jökli og nesti fyrir heilan dag x 2
 • 2 læstar karabínur
 • 1 ólæst karabína

Sameiginlegur útbúnaður sem Fjallaskólinn skaffar:

 • Fjallalína á hverja 2-4 þátttakendur
 • Línuhjól (prussik minding pulley)
 • Ísskrúfur
 • Karabínur læstar og ólæstar til viðbótar
 • Sigtól
 • Slingar og bönd í tryggingar
 • Stálkarabínur
 • Klifuraxir

Að lokum eru hér helstu hnútar sem gott er að kunna skil á og æfa sig að binda fyrir námskeiðið:


Af hverju tveggja daga námskeið til undirbúnings Jöklaleiðsögn 1

Þótt gæðavitund í ferðaþjónustu hafi aukist hefur hún ekki fylgt vaxandi ferðamannastraumi eins og margir vildu kjósa. Þörf fyrir faglega leiðsögn hefur því aldrei verið meiri og mun örugglega margfaldast á næstu árum er fram fer sem horfir.
Aðgengilegir skriðjöklar sem teygja sig niður á láglendi suðurlandsins hafa aldrei verið vinsælli. Þótt þeir standi Íslendingum e.t.v. aðeins of nærri eru þessir deyjandi risar einstakir á heimsvísu sem e.t.v. skýrir vinsældir þeirra betur en margt annað  

Framtíð ferða með erlendra ferðamenn á jökla landsins stendur og fellur með gæðum leiðsagnar. Frá árinu 2009 hefur markvisst verið unnið að eflingu menntunar jöklaleiðsögumanna og með tilkomu Félags Fjallaleiðsögumanna sem stofnað var árið 2014 hefur verið lagður grunnur að menntunarkerfi jökla-, fjalla- og skíðaleiðsögumanna. Kerfið styðst við alþjóðlegar kröfur og er markmiðið að standa á pari við það sem best gerist í heiminum.  

Hvað þarf ég til að byrja í leiðsögn

Til að gerast jöklaleiðsögumaður, fjallaleiðsögumaður eða fjallaskíðaleiðsögumaður skv. stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna þarf að sækja námskeið (Level 1) og standast tvö próf (Level 2 og 3) á sérhverju þessara sviða (jökla-, fjalla- eða skíðaleiðsagnar).
Fyrsta stigið/námskeiðið (Level 1) er hægt að sækja hjá leiðbeinanda með nauðsynleg réttindi, en til að öðlast sveinspróf (Level 2) og full réttindi á sérhverju sviði (Level 3) þarf að sækja námskeið/próf sem félag Fjallaleiðsögumanna heldur.

Æskilegur grunnur

Til að komast á Jöklaleiðsögn 1 þarf viðkomandi að búa yfir grunn þekkingu á viðkomandi sviði. Reynsla af starfi í björgunarsveit eða af klifri og fjallamennsku er ágætur grunnur, en ekki er síður mikilvægt að hafa reynslu af almennri leiðsögn og hópstjórn svo dæmi sé tekið.
Fyrir þá sem ekki hafa bakgrunn í línuvinnu eða reynslu af göngu á jökli getur undirbúningsnámskeið í jöklaleiðsögn sem hér er kynnt komið þeim á sporið. Eftir námskeiðið má reikna með að þátttakendur geti farið á jökul á eigin vegum til að afla sér frekari þekkingar og reynslu í tæknilegum þáttum jöklaleiðsagnarinnar. Reynslan fæst nefnilega aðeins með því að prófa sig áfram.

Undirbúningur að Jöklaleiðsögn 1

Á tveggja daga jöklanámskeiði Fjallaskólans er lögð áhersla á tæknilegan hluta jöklaleiðsagnar. Markmiðið er að auka hæfi þátttakenda til að standast kröfur námskeiðs/prófs í Jöklaleiðsögn 1.
Fyrir hverja?:

 • þá sem hafa starfað lengi að leiðsögn en skortir grunn í línuvinnu / fjallamennsku.
 • almennt útivistarfólk sem langar að kynnast jöklaleiðsögn
 • fjallamenn sem vilja rifja upp og kynnast nýjustu aðferðum fyrir Jöklaleiðsögn 1
 • reynda leiðsögumenn sem langar líka að geta leiðsagt á jökli