Jökla 0 – Undirbúningsnámskeið í jöklaleiðsögn

Dagsetningar næstu námskeiða:


Af hverju undirbúningsnámskeið?

Áhugi ferðamanna á jöklum landsins er mikill og mun án efa fara vaxandi enda aðgengi að þessum mögnuðu “risaeðlum” óvíða betra en hér á landi. Samhliða eykst þörf fyrir vel menntaða jöklaleiðsögumenn.
Á síðustu árum hefur borið við að nokkuð hafi skort á tæknilega kunnáttu þeirra sem skrá sig á Jöklaleiðsögn 1 (Jökla 1) og því er þetta námskeið tilkomið.

Menntun í jöklaleiðsögn?
Farsæl jöklaleiðsögn byggir fyrst of fremst á góðri hópstjórn sem aftur byggir mannlegum samskiptum (soft skills). Hópstjórn jöklaleiðsögumanna miðar að því að veita gestum áhugaverða, spennandi, skemmtilega en umfram allt örugga upplifun á jöklum og umhverfi þeirra. 
Í ljósi þess að landslag skriðjökla er hættulegt í sjálfu sér er einnig nauðsynlegt að jöklaleiðsögumaður búi yfir ákveðinni tæknilegri færni (hard skills) sem miðar að því að geta brugðist við ef illa fer.
Með tæknilegri færni er hér átt við færni í notkun línu við sprungubjörgun og í flóknu umhverfi jökulsins.  

Umsagnir nemenda Fjallaskólans


Verð og skráning:

Verð: 64.900 kr. 

Greiðsla með millifærslu

Lágfóta ehf. r.n.: 133-26-10253 (kt. 461014-1000) – Vinsamlega skrifið “Jökla 0 + nafn” í skýringu

Skráning


Fyrir útivistarfólk
Námskeiðið Jökla 0 er sérstakt undirbúningsnámskeið Fjallaskólans hugsað til að einfalda leiðsögumönnum og öðrum áhugasömum að bæta sig í  jöklaleiðsagnar. Áherslan námskeiðsins er því á nauðsynlegan grunn í tæknilegum hluta jöklaleiðsagnar. 

Hvar?:
Námskeiðið er haldið á Sólheimajökli (tveggja tíma akstur frá R.vík) 

Akstur eða gisting:
Þitt er valið. Hægt er að gista fyrir austan en margir kjósa að sofa heima hjá sér og mæta næsta morgun.
Gisting og matur er því ekki innifalið í verði. 

Hlutfall þátttakenda/leiðbeinenda:

 • 6:1  – en að hámarki 12 þátttakendur
 • Lágmarksþátttaka er 4

Hverjir leiðbeina/kenna?
Auk þess að hafa áratuga reynslu í fjallamennsku, jöklaferðum og þjálfun hafa leiðbeinendur Fjallaskólans allir lokið eftirtöldum námskeiðum/prófum:

 • Jökla 3 (jafngildir meistaraprófi í jöklaleiðsögn)
 • Fjalla 2 / Alpine Trekking Guide
 • Wildernes First Responder

Á Jökla 0 námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

 • Grunnatriði jöklaleiðsagnar
 • Sérhæfður útbúnaður kynntur til sögunar
 • Grunnatriði í notkun jöklabúnaðar
 • Tryggingar í ís
 • Sprungubjörgun
 • Ísklifur 
 • Uppbyggingu Jökla 1 … svo þátttakendur geti undirbúið sig sem allra best

Að námskeiðinu loknu:

Leiðbeinendur gefa nemendum góð ráð um framhaldið, s.s. hvað helst þurfi að bæta og hvar þeir standa sterkir. 


Ef þú hefur spurningar?

Einfaldast er að senda t.póst á fjallaskolinn@fjallaskolinn.is en einnig má hringja í Jón Gauta í síma 7877090.