2. daga jöklanámskeið – tæknilegu atriðin!

Undirbúningsnámskeið í jöklaleiðsögn 2021

Dagsetningar 2021: 25. og 26. apríl. – Skráning hér.

 • Haldið í tengslum við Jökla 1 sem haldið er dagana 27. – 30. apríl.

Af hverju undirbúningsnámskeið?
Á síðustu árum hefur borið við að nokkuð hafi skort á tæknilega kunnáttu þeirra sem skrá sig á Jöklaleiðsögn 1 (Jökla 1) og því er þetta námskeið tilkomið.

Menntun í jöklaleiðsögn?
Farsæl jöklaleiðsögn byggir fyrst of fremst á góðri hópstjórn sem aftur byggir mannlegum samskiptum (soft skills). Leiðsögn  jöklaleiðsögumanna miðar að því að veita gestum áhugaverða, spennandi, skemmtilega en umfram allt örugga upplifun á jöklum og umhverfi þeirra. 
En skriðjöklar geta verið hættulegir og því er einnig nauðsynlegt að jöklaleiðsögumaður búi yfir ákveðinni tæknilegri færni (hard skills) sem miðar að því að geta bjargað sér og hópnum við erfiðar aðstæður og brugðist við ef óhapp verður.
Með tæknilegri færni er átt við notkun sérhæfðs jöklabúnaðs til að geta bjargað sjálfum sér og öðrum úr sprungum í flóknu umhverfi jökulsins.  

Umsagnir nemenda Fjallaskólans


Verð og skráning:

Verð: 64.900 kr. 

 • Lágmarksþátttaka til að námskeiðið sé haldið er fjórir einstaklingar

Innifalið í verði:

 • jöklaleiðsögumaður AIMG (Association of Icelandic Mountain Guides)
 • allur sérhæfður jöklaútbúnaður (sjá lista neðar)

Ekki innifalið:

 • alstífir fjallamennsku/jökla skór (hægt að leigja!)
 • akstur til og frá,
 • gisting
 • matur

Greiðsla með millifærslu

Lágfóta ehf. r.n.: 133-26-10253 (kt. 461014-1000) – Vinsamlega skrifið “Jökla 0 + nafn” í skýringu

Skráning


Fyrir hverja?:

 • þá sem hafa starfað að almennri leiðsögn en skortir grunn í línuvinnu / fjallamennsku
 • almennt útivistarfólk sem langar að kynnast aðferðum jöklaleiðsagnar
 • fjallamenn sem vilja rifja upp og kynnast nýjustu aðferðum sprungubjörgunar
 • reynda leiðsögumenn sem langar að hefja nám í jöklaleiðsögn en skortir grunn

Hvar?:
Námskeiðið er haldið á Sólheimajökli (tveggja tíma akstur frá R.vík) 

Akstur eða gisting:
Þitt er valið. Hægt er að gista fyrir austan en margir kjósa að sofa heima hjá sér og mæta næsta morgun.
Gisting og matur er því ekki innifalið í verði. 

Hlutfall þátttakenda/leiðbeinenda:

 • 6:1  en að lágmarki fjórir til að námskeiðið sé haldið.

Hverjir leiðbeina/kenna?
Auk þess að hafa áratuga reynslu í fjallamennsku, jöklaferðum og þjálfun hafa leiðbeinendur Fjallaskólans allir lokið eftirtöldum námskeiðum/prófum:

 • Jökla 3 (jafngildir meistaraprófi í jöklaleiðsögn)
 • Fjalla 2 / Alpine Trekking Guide
 • Wildernes First Responder

Á Jökla 0 námskeiðinu verður m.a. farið yfir:

 • Grunnatriði jöklaleiðsagnar
 • Sérhæfður útbúnaður kynntur til sögunar
 • Grunnatriði í notkun jöklabúnaðar
 • Tryggingar í ís
 • Sprungubjörgun
 • Ísklifur 
 • Uppbyggingu Jökla 1 … svo þátttakendur geti undirbúið sig sem allra best

Útbúnaður:

Persónulegur útbúnaður þátttakenda
Mælst er þó til þess að þátttakendur komi með eigin búnað. „Fs“ fyrir aftan merkir að Fjallaskólinn getur leigt.

 • Skór – helst hálfstífir eða stífir skór til vetrarferða
 • Belti – jöklabelti (Fs)
 • Broddar – 10-12 gadda stálbrodda (Fs)
 • Ísöxi – Hefðbundna ísöxi 55-70 cm með beinu eða lítið bognu skafti (Fs)
 • Hjálmur (Fs)
 • Prússikbönd x 3 (í þremur lengdum t.d. 1,5 m, 2 m og 3 m) 
 • Fatnað til útivistar á jökli og nesti fyrir heilan dag x 2
 • 2 læstar karabínur
 • 1 ólæst karabína

Sameiginlegur útbúnaður sem Fjallaskólinn skaffar:

 • Fjallalína á hverja 2 þátttakendur
 • Línuhjól (prussik minding pulley)
 • Ísskrúfur 
 • Karabínur læstar og ólæstar til viðbótar við persónulegan útbúnað.
 • Sigtól (Petzl Reverso, BD ATC eða sambærilegt)
 • Slingar og bönd í tryggingar
 • Stálkarabínur 
 • Klifuraxir 

Að námskeiðinu loknu:

Leiðbeinendur gefa nemendum góð ráð um framhaldið, s.s. hvað helst þurfi að bæta og hvar þeir standa sterkir. 


Ef þú hefur spurningar?

Einfaldast er að senda t.póst á fjallaskolinn@fjallaskolinn.is en einnig má hringja í Jón Gauta í síma 7877090.