Ísbíltúr í Sólheimajökul

Laugardaginn 12. nóvember 2016 verður undraheimur haustjökulsins kannaður en þá skarta skriðjöklar sínum fínasta bláa jökulskalla. img_0015Tugir þúsunda erlendra ferðamanna flykkjast á jökla landsins og skoða veröld sem er næsta ókunnug íslendingum sem þó búa svo nærri.
Í þessari ferð er ætlunin að kynnast nýjum hliðum á jöklum og jafnvel príla smá ef áhugi er fyrir hendi.

Eftir haustrigningarnar hefur aska og drulla hreinsast af á stórum köflum svo skín í berann bládjúpan ísinn.
Til að komast um jökulinn þurfum við hjálm (reiðhjólahjálmur dugar), jöklabelti (fylgir með), brodda og ísöxi en hvoru tveggja má leigja. Muna að haka við í skráningarskjalinu

Athugið! Hámarksfjöldi er 20 þátttakendur – 10 á hvern jöklaleiðsögumann
Í fyrra fylltist ferðin fljótt svo færri komust að en vildu!


Verð og skráning:

Ef smellt er á blálitað verðið flyst þú á örugga greiðslusíðu Korta.
Greiðsla með korti jafngildir skráningu. Ef þú þarft að leigja einhvern útbúnað þarf að skrá það í skráningarskjalið.

12.900 almennt verð (allur útb. innifalinn)
6.900 kr. fyrir Útiverur

Einnig er hægt að leggja inn á reikning Lágfóta ehf. 0133 – 26 – 10253 (kt. 461014-1000)
Þeir sem leggja inn á reikninginn þurfa að skrá sig hér.


Persónulegur fatnaður og útbúnaður:  img_0003

 • Útivistarfatnaður fyrir langan dag á fjöllum
 • Úlpa eða hlý peysa til að bregða yfir sig í stoppum
 • Hanskar og hlýjir vettlingar
 • Gönguskór með góðan öklastuðning (skór með stífum sóla henta betur)
 • Gott nesti og heitt á brúsa
 • Belti – innifalið í verði en munið að merkja við í skráningu
 • Broddar – fylgja fyrstu tíu sem skrá sig fyrir broddum (leiguverð 1.500 kr.) munið að merkja við í skráningu
 • Öxi – fylgja fyrstu tíu sem skrá sig fyrir broddum (leiguverð 1.000 kr.) munið að merkja við í skráningu
 • Hjálmur – Reiðhjólahjálmur dugar! (leiguverð 1.000 kr) munið að merkja við í skráningu

Sérhæfður útbúnaður sem Fjallaskólinn skaffar:

 • Línur
 • Karabínur
 • Ísskrúfur og tryggingadót
 • Ísklifuraxir

Annað: Alstífir fjallaskór henta betur til jöklaferða og ísklifurs en mjúkir gönguskór.


Ferðaáætlun:

Kl. 08 – Brottför frá N1-Ártúni þar sem við sameinumst í bíla
Kl. 10.30-16.30 – Höldum til á jöklinum.
Kl. 17.30 – Kvöldmatur í Gamla fjósinu eða Hótel Önnu undir Eyjafjöllum, eða bara heima hjá sér 🙂
Kl. 19.30 – 20.30 – Koma til borgarinnar

Aksturskostnaður:
320 km (12L/100km) => 8.000 kr. bensínkostnaður sem deilist á farþega