ÍSKLIFUR OG JÖKLAGANGA

Skráningu hefur verið lokað þar sem fullt er á námskeiðið
Jöklaganga og ísklifur á Sólheimajökli laugardaginn 14. nóvember 2015

Ætlunin er að kynnast nýjum hliðum á jöklum og eigin getu við ísklifur undir öruggri handleiðslu.

Sólheimajökull að hausti er sérstaklega margbreytileg og falleg völundarsmíð náttúruaflana. Eftir haustrigningarnar hefur askan hreinsast af honum á stórum köflum svo skín í berann bládjúpan ísinn.
Til að komast um jökulinn þurfa allir að hafa brodda, eina ísöxi, hjálm og jöklabelti sem allt er hægt að leigja, eða kaupa á góðu verði hjá verslunum sem boðið hafa Útiverum góð kjör (sjá nánar hér).
Í ísklifrinu verða í boði auðveldar og erfiðar leiðir til að koma til móts við ólíkar þarfir svo allir ættu að finna áskorun við hæfi og hafa gaman af.

Athugið!
Hámarksfjöldi er 24 þátttakendur.

Verð: 
10.900 kr. fyrir Útiverur
15.900 fyrir utanaðkomandi.

Skráning fer fram hér (skráningu er lokið) en telst ekki gild fyrir en ferðin er að fullu greidd (sjá upplýsingar um innleggsreikning á skráningarforminu)

Á jöklinum:

  • Sýnd uppsetning trygginga í ís og nokkrir hnútar kynntir til sögunnar
  • Sig með öryggisprússik
  • Ísklifur upp ísvegg eða í sprungum Sólheimajökuls

Persónulegur fatnaður og útbúnaður sem hver og einn skaffar:

  • Venjulegur útivistarfatnaður eins og fyrir langan dag á fjöllum (ekki gleyma úlpunni)
  • Nettir hanskar og hlýjir vettlingar
  • Stífir gönguskór henta betur en mjúkir (hægt að leigja)
  • Gott nesti og heitt á brúsa
  • Belti, brodda, gönguöxi og hjálm (hægt að leigja hjá Fjallaskólanum)

 Sérhæfður útbúnaður sem Fjallaskólinn skaffar:

  • Sérhæfður jöklabúnaður s.s. línur, ísskrúfur, karabínur og spottar
  • Ísklifuraxir

Annað:
Alstífir fjallaskór henta betur til jöklaferða og ísklifurs en mjúkir gönguskór.
Hægt er að leigja alstífa skó hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Ferðaáætlun í grófum dráttum (sameinumst í bíla!):

Kl. 08 – Brottför frá N1-Ártúni þar sem við sameinumst í bíla
Kl. 10.30-16.30 – Höldum til á jökli við æfingar og leik.
Kl. 17.30 – Kvöldmatur í Gamla fjósinu eða Hótel Önnu undir Eyjafjöllum, eða bara heima hjá sér 🙂
Kl. 19.30 – 20.30 – Komum til borgarinnar

Aksturskostnaður:

320 km (12L/100km) => 8.000 kr. bensínkostnaður sem deilist á farþega