Gönguskíði með Árna og Írisi í Bláfjöllum

Nú er komið að því að skella skíðum undir skóna og sjá hvað skeður!

Árni og Íris sem verið hafa með okkur í vetur eru mikið gönguskíðafólk og leiðsegja á hverjum vetri hópum á gönguskíðum hérlendis og erlendis.
Árni og Íris hafa í samstarfi við Ull boðist til að kynna Útiverum þetta ört vaxandi áhugamál og hver veit nema við endum í ferð með þeim næsta vetur 😉 

Í stuttu máli: 

Kjörið tækifæri til að prófa og læra grunnatriði skíðagöngu með skemmtilegum og vönum vinum!
Kostnaði er haldið í algjöru lágmarki en samtals er hann frá 1000 kr. upp í 3950 kr. … og skiptist svona:

  • Leiga á búnaði: 2000 kr. fyrir skíði, skó og stafi (fyrir þá sem þurfa)
  • Aðstöðugjald í skála: 1000 kr á mann (upphitað hús, heitt vatn, salerni, aðstaða til að smyrja skíði)
  • Brautargjald: 950 kr. rennur til skíðasvæðanna. Þeir sem eru með árskort á skíði þurfa ekki að borga brautargjald

Dagsetning og tími:

Þriðjudagskvöldið 28. mars frá 17 – 19.30 
Ath. kl. 17 í Bláfjöllum … sem þýðir að leggja verður af stað kl. 16.30 frá borginni … N1-Ártúni

Skráning fer fram hér

Skipulag kvöldsins:

Kl. 17.00 – Mátun á skóm og skíðum, Afhending á búnaði.
Og svo … allir út í braut og læra:

  • Að standa upp á gönguskíðum,  eftir byltu
  • Að  ganga staflaust
  • Að  ganga með stafi,
  • Að ýta sér,  (stjaka sér áfram)
  • Að fara upp brekkur
  • Að fara niður brekkur

Svo gildir að þeir sem eitthvað kunna hjálpa þeim sem eru að renna sín fyrstu …

Í lokin: 

Komum saman í skála Ullunga slökum á með kaffi og kruðerí eftir góða útivist og blöðrum um öll nýju ýðorðin; rifflur, áburð, skinn, fatt, glatt, stjaka, ýta, einfalt og tvöfalt staftak, innanbrautarskíði, utanbrautarskíði, skautaskíði, gönguskíðafatnað, Íslandsgöngur, starfsemi Ullar, utanlandsferðir og endalaust meira skemmtilegt.

Íris og Árni mæta með kaffi/te/kakó og aðrir koma með lítilræði á kaffiborðið.

Kannski kem ég með eitthvað útí !