Fjallaskíðanámskeið

Haldin hafa verið þrjú námskeið í vetur og fleiri eru fyrirhuguð fyrir minni hópa. 
Endilega hafið samband við jongauti@fjallaskolinn.is 

Utan skíðasvæða er allt annar og stórkostlegur heimur sem best er að kynnast á fjallaskíðum og ekki er þá verra að njóta stórkostlegs umhverfis og notalegrar stemmningar á Hótel Siglunesi Siglufirði, þar sem matarmenning Marokkó svífur yfir vötnum. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur … 
… læri á nauðsynlegan útbúnað til fjallaskíðaferða
… læri að gera ferðaplön þar sem m.a. er litið til veðurs og snjóalaga
… læri ferðahegðun og upplifi sig öruggari á skíðum í fjalllendi

Lágmarksfjöldi til að námskeið sé haldið: 6

Verð: 39.000 kr. 

Eitt kvöld og tveir dagar á fjöllum


 Efnisþættir:

  • Fatnaður sem hæfir veðri
  • Fjallaskíðaútbúnaður … allt tilheyrandi
  • Snjóflóð – Hættumerkin! Hvað telst öruggt og hvað er óöruggt?
  • Veðurlag, veðurspá, snjóalög og aðstæður
  • Landslag og gildrur!
  • Hverjir fóru hvert og hvenær? Ferðaáætlun
  • Göngutaktur, sporið, hækkun, mjúkar beygjur og “kick turn” í bratta og fleira
  • Ýlir, stöng og skófla … en hvað svo?
  • Björgun úr snjóflóði: Notkun ýlis, stangar og skóflu
  • Neyðarráðstafanir

Í kjölfar skráningar fá skráðir þátttakendur sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag.


Búnaðarleiga: 

Hægt er að leigja fjallaskíðaútbúnað í Fjallakofanum og í versluninni Everest
Hafðu samband (jongauti@fjallaskolinn.is) eða í síma: 7877090  ef spurningar vakna.