Fjallaskíðanámskeið – 2019 – Lokið! Næstu námsk. 2020

Engin fleiri námskeið á dagskrá veturinn/vorið ’19

Skíðaferðir utan skíðasvæða á fjallaskíðum opna sannarlega nýjan heim.
Þá er mikilvægt að kunna að lesa í aðstæður til að geta notið ferðlagsins til fulls … og komið heil heim.

Markmið fjallaskíðanámskeiðsins

… er að þátttakendur fái góðan skilning á útbúnaði og ferðahegðun og upplifi sig öruggari utan brautar á fjallaskíðum.

Námskeiðið er kvöldstund, fimmtudaginn 14. febrúar og tveir dagar á fjöllum, 16. og 17. febrúar.

Skráning 


 Efnisþættir:

 • Fatnaður við hæfi … 
 • Fjallaskíðaútbúnaðurinn … allt sem tilheyrir
 • Hvað þarf bakpokinn að rúma?
 • Snjóflóð – Hættumerkin! Hvað er öruggt og hvað er óöruggt?
 • Ýlir, stöng og skófla … hvað svo og hvenær?
 • Félagbjörgun úr snjóflóðum: Rétt notkun snjóflóðaýla, -stangar og -skóflu
 • Veðurlag, veðurspá, snjóalög og aðstæður
 • Landslagið og gildrur!
 • Ferðaáætlunar: Hvaðan, hvert, hvenær, hverjir … 
 • Taktur, hækkun, mjúkar beygjur og “kick turn” í bratta og fleira
 • Neyðarráðstafanir – Að skríða í skjól
 • Utanbrautarskíðun í mismunandi færi

Í kjölfar skráningar fá skráðir þátttakendur sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag.


Tími: 

Bóklegt: 14. febrúar (fim) – frá 19-22 … inni!

Verklegt: 16. og 17. febrúar 2019 … úti!

Skráning

Ath. að ef aðstæður á SV-horninu eru ekki góðar er til í dæminu að verklegum hluta námskeiðsins verði valin heppilegri staður. 
Það gæti þýtt auka kostnað vegna ferða og gistingar.


Verð, greiðsla og skráning:

49.900 kr.  
Greitt með millifærslu á reikning nr.: 0133 – 26 – 10253 (Lágfóta ehf. kt. 461014-1000)

Fyrri nemendur Fjallaskólans þ.m.t. Útiverur Fjallaskólans fá +20% afslátt (39.900 kr.)

Skráning hér 

Lágmark/hámark: 6/8 þátttakendur á hvern fjallaskíðaleiðsögumann.
Náist ekki lágmarksþátttaka eða ef námskeiðið frestast af öðrum ástæðum verður námskeiðsgjald endurgreitt að fullu.
Ath. Áætlað er að halda til fjalla á SV-landi en ef aðstæður eru óhagstæðar gæti auka kostnaður við akstur og uppihald fylgt breyttum ferðaáætlunum. Nánar um það síðar.


Dagskrá námskeiðsins:

Verklegt – Fyrri dagur

 • 08:00 – Brottför frá Reykjavík 
 • Áætlun A og B
 • Útbúnaðartékk! 
 • Leiðarval og upptaktur
 • Ólík tækni í misjöfnu færi
 • Vísbendingar um snjósöfnun og snjófl. hættu?
 • Snjóflóðamat
 • Gildrur í landslaginu
 • Húðfletting!
 • Niðurferðin … hvað má laga?
 • Snjógrifja og snjóflóðaleit með ýli, stöng og skóflu.
 • Samantekt
 • Apré Ski og endurskoðuð ferðaáætlun næsta dags

Verklegt – Flottur fjallaskíðadagur:

 • 08:00 – Brottför í fjallaskíðatúr skv. ferðaáætlun
 • Allir prófa að leiða
 • Rifjum upp …
 • Bætum við …
 • Snójflóð – allir spreyta sig
 • Eitt og annað sem bætist við eftir aðstæðum
 • U.þ.b. 17-18 – Námskeiði líkur

Persónulegur útbúnaður:

Hlýr og góður fatnaður sem hentar veðri og aðstæðum s.s.:

 • vindheldur og helst vatnsheldur skjólfatnaður
 • nærföt bolur og buxur úr ull eða gerviefnum (ekki bómull)
 • sokkar úr ull eða gerviefnum (ekki bómull)
 • millilög eitt eða fleiri eftir aðstæðum ull eða gerviefni
 • létt úlpa dún/fíber 
 • skíðahanskar (jafnvel tvö pör) einnig ullarvettlingar
 • húfa, buff

 


Skíðabúnaður:

 • Fjallaskíði eða -bretti (splitboard)
 • Fjallaskíðaskór með göngu stillingu, brettaskór
 • Stillanlegir skíðastafir – Brettafólk þarf stafi sem hægt er að pakka
 • Skinn sniðin að viðkomandi skíðum/bretti
 • Skíðabroddar smella undir skíðin/brettið
 • Fjallabroddar (í sumum ferðum þar sem áherslan er á tindinn gæti þurft fjallabrodda sem tryggja verður að passi á skíðaskóna
 • Hjálmur er ekki nauðsynlegur en vissulega betri kostur við ákveðnar aðstæður
 • Snjóflóðabakpokar ekki nauðsynlegir
 • Snjóflóðaýlir – Stafrænn þriggja loftneta ýlir
 • Skófla – létt en sterk sem taka má í sundur og geyma ofan í bakpokanum   
 • Snjóflóðastöng – a.m.k. 240 cm löng 

Annar búnaður:

 • Bakpoki – 30-40L pokar henta best. Uppblásanlegur snjóflóðapoki er valkvæður
 • Höfuðljós a.m.k. til loka apríl!
 • skíðagleraugu, sólgleraugu, sólarvörn og varasalvi
 • persónuleg lyf, blöðru og smásárareddingar
 • GSM-sími í vatnsheldum umbúðum
 • myndavél 

Búnaðarleiga: 

Hægt er að leigja fjallaskíðaútbúnað í Fjallakofanum og í versluninni Everest
Hafðu samband (jongauti@fjallaskolinn.is) eða í síma: 7877090  ef spurningar vakna.