AIMG Fjallaleiðsögn 1 – Fagnámskeið í fjallaleiðsögn

Fjallaleiðsögn 1 – 1.-6. maí ’20

Fjallaleiðsögn 1 er 6 daga námskeiðið/próf ætlað tilvonandi Fjallaleiðsögumönnum. 
Námskeiðið er í senn bóklegt (fyrirlestrar og verkefni) en megináherslan á verklega þætti í fjalllendi og á jöklum Öræfa.
Þar sem hér er um leiðsögunám að ræða er gert ráð fyrir að nemendur hafi ákveðin grunn í fjallamennsku (sjá neðar)

Þátttakendur verða að vera undirbúnir undir langa daga og þurfa að hjálpast að við eldamennsku og frágang eftir að kennslu líkur á daginn. Að minnsta kosti eitt kvöld verður nýtt til kennslu eftir kvöldmat.   

Nánari upplýsingar um forkröfur og annað eru að finna hér á vef félags Fjallaleiðsögumanna (www.aimg.is)  


Skráning og greiðsla:

Skráning fer fram með útfyllingu umsóknar og greiðslu námskeiðsgjalda.

Umsókn/skráning

Námskeiðsgjald: 149.000 kr. 

Nemendur teljast skráðir þegar 10% staðfestingargjald (14.900 kr.) hefur verið greitt:
Hægt er að greiða með því að leggja inn á reiking 
Lágfóta ehf. 0133 – 26 – 10253 / kt. 461014-1000

Innifalið í námskeiðsgjaldi:

 • Verkleg og bókleg kennsla/þjálfun
 • Sérhæfður útbúnaður
 • Broddar, ísöxi, hjálmur, belti, línur (þátttakendum er þó ráðlagt að nota eigin útbúnað)

Ekki innifalið:

 • Akstur austur og til baka – Þátttakendur sameinast í bíla eins og hægt er og deila kostnaði.
 • Gisting meðan á námskeiðinu stendur – Gist verður í svefnpokagistingu á Svínafelli í Öræfum.
 • Matur meðan á námskeiðinu stendur – Þátttakendur ýmist skiptast á að elda og deila kostnaði eða kaupa tilbúin mat í Öræfum.
 • Sérhæfður vetrarferða- og fjallamennsku útbúnaður s.s. tjöld (hægt að leigja) o.fl.

Leiðbeinandi:

Leiðbeinandi á námskeiðinu er  AIMG-fjallaleiðsögumaður.
Nánar um bakgrunn leiðbeinanda


Forkröfur:

Gerð er krafa um grunnþekkingu í fjallamennsku og línuvinnu.
Þessi grunnþekking getur verið í formi menntunar frá leiðsöguskólum, nýliðaþjálfunar björgunarsveita, Björgunarskóla Slysavarnafélags Landsbjargar eða viðurkenndra einkaaðila*, í fjallamennsku og ferðamennsku á jöklum.
Nemendur þurfa einnig að geta sýnt fram á ferðareynslu** í fjalllendi bæði vetur sem sumar. (sjá umsókn). Nemendur verða að hafa gilt skyndihjálparskírteini t.d fyrsta hjálp 1 og 2 eða sbrl.(40 klst) námskeið eða gilt WFR-skýrteini.

*Fyrirtæki sem yfir hafa að ráða Fjallaleiðsögumanni.
**Senda inn lista með 10 fjallaferðum og þurfa 5 af þeim að hafa verið á jökli. (Sjá umsókn).


Á heimasíðu Félags Fjallaleiðsögumanna stendur:

“Kennslan fer fram á skriðjöklum og á sprungnum hájöklum (fyrir ofan 1 000 m). Kennslan er framkvæmd af Fjallaleiðsögumanni með Jöklaleiðsögumanna próf og miða skal við að hlutfall nemenda og leiðbeinanda sé 6:1“.

Mat að námskeiði loknu:

“Til að standast námskeiðið þurfa nemendur að sýna að þeir séu færir um að ferðast í brattlendi og á jöklum sumar sem vetur. Þeir skulu einnig vera færir um að bjarga sjálfum sér og öðrum upp úr snævi þaktri jökulsprungu á sannfærandi hátt. Þeir þurfa að sýna fram á hæfni í fjallamennsku með fumlausum vinnubrögðum, sýna fjallavit og færni í rötun með notkun GPS, korta og áttavita.”

Í lok námskeiðsins Fjallaleiðsögn 1 fá þátttakendur umsögn þar sem fram kemur hvar viðkomandi stendur. Jafnframt er þeim bent á hvar þeir þurfa helst að bæta sig stefni þeir á áframhaldandi menntun í fjallaleiðsögn.

Tryggingar:

Skv. íslenskum lögum þurfa allir ferðaskipuleggjendur, þar á meðal Fjallaskólinn og Fjallaferðir (e. Mountain Tours) að hafa gilda tryggingu.
Fullnægjandi tryggingar ferðaskipuleggjenda er gríðarlega mikilvægt öryggi fyrir alla ferðamenn sem taka þátt í s.k. ævintýraferðum, en rétt er að benda á að slík trygging tekur einvörðungu á tjóni sem rekja má til stórkostlegs gáleysis af hendi ferðaskipuleggjandans eða leiðsögumanns á hans vegum.
Að þessu sögðu er þér eindregið ráðlagt að fjárfesta í víðtækri ferða tryggingu sem bætir kostnað sem hlýst af meiðslum, eignatjóni, stuldi, óhóflegum töfum, seinkunum, breyttri flugáætlun, veikindum, slysum eða af öðrum ástæðum.
Hvorki er hægt að draga Fjallaskólann né Fjallaferðir (e. Mountain Tours) til ábyrgðar í tjónum er rekja má til vanrækslu þátttakenda.
Frekari upplýsingar gefur Jón Gauti (sími: 7877090, jongauti@fjallaskolinn.is)

English translation:

By Icelandic law all registered tour operators, Fjallaskólinn / Mountain Tours included, are obliged to have a valid insurance. Adequate travel insurance is of extreme importance to all adventure travelers.

We strongly recommend that you invest in travel insurance that covers any cost resulting from injuries, property damage, theft or if your tour is cancelled with short notice. Mountain Tours does not accept any losses or expenses due to unexpected delays, change of flights, sickness, accidents or other causes. Neither does Mountain Tours assume responsibility for accidents or death that can be traced to the participant’s negligence.

For further information, please contact jongauti@mountaintours.is / telephone +354 7877090)

Réttindi að námskeiði loknu:

Á heimasíðu Félags Fjallaleiðsögumanna stendur:

Þeir sem standast Fjallaleiðsögn 1 teljast hæfir til að aðstoða Fjallaleiðsögumenn á íslenskum fjöllum, undir beinni leiðsögn. Þetta á við sumar sem vetur en þó einungis á tæknilega einföldum leiðum t.d. þar sem lína er einungis notuð vegna sprunguhættu.”

Staðsetning og aðstaða:

Námskmeiðið er haldið í hlíðum Öræfajökuls og því er mikilvægt að finna gistingu nærri.

Ekkert hefur verið ákveðið með hvar gist verður.
Mikilvægt er að að á staðnum sé aðstaða til fundarhalda (skjávarpi eða sjónvarpsskjár), veitingahús eða eldunaraðstaða og eða aðstaða til að geyma mat og smyrja nesti.
Gisting getur verið hvort heldur í uppábúnum rúmum eða svefnpokagisting.


Dagskrá í grófum dráttum

– verður hliðrað eftir duttlungum veðurs og aðstæðna:

föstudagur 1. maí :

 • Kl. 13 – 15 Kynning á námskeiði og þátttakendum
 • Kl. 15 – 18 Förum á skriðjökul tryggingar í ís, sig, línuklifur og sprungubj. sýnikennsla.
 • Kl. 18 – 19 Kvöldmatur   

laugardagur 2. maí:

 • Kl. 8.30 – 11  Fyrirlestrar / verkefni – veðurfar, rötun og ferðaáætlun.  
 • Kl. 11 – 12  Hádegismatur
 • Kl. 12 – 18  Hnappavellir – Bergtryggingar, sig yfir hnút, línuklifur og fl.
 • Kl. 18 – 20  Kvöldmatur
 • Kl. 20 – 22  Kvöldfyrirl. snjóflóð, útbúnaður o.fl.

sunnudagur 3. maí:

 • Kl. 8.30 – 10.30 Fyrirlestrar 
 • Kl. 11 – 12  Hádegismatur
 • Kl. 12 – 18  Skriðjökull meira ístryggingar, sig, júmmun og sprungubjörgun
 • Kl. 18 – 20  Kvöldmatur
 • Kl. 20 – 22  Hópstjórn og ferðaáætlun fyrir næstu tvo daga

 mánudagur 4. maí:

 • Kl. snemma – Fjallaferð með allan útbúnað – gist í tjaldi/holu á jökli
 • Hópstjórn, notkun jöklalínu, sprungubjörgun ofan snjólínu, neyðarskýli o.fl.þriðjudagur 5. maí:
 • Kl. 17 – Áætluð koma á flatlendið
 • Kl. 18 – 20 – Kvöldmatur
 • Kl. 20 – 22 – Kvöldrapp!

Miðvikudagur 6. apríl:

 • Kl. 8 – 12 – Umræður og lausir endar e.t.v. stutt björgunaræfing
 • Kl. 13 – Frágangur og heimferð
 • Kl. 17 – Áætluð koma til borgarinnar

Allar nánari upplýsingar gefur Jón Gauti í síma 78787090 og jongauti@fjallaskolinn.is