Fjallgöngur að vetrarlagi opna nýjan og spennandi heim sem mikilvægt er að nálgast af virðingu.
Á þessu námskeiði lærir þú mikilvæg grunnatriði fjallgangna og ferðamennsku að vetrarlagi.
Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu hættum fjallgangna að vetrarlagi, læri mikilvægi öruggs leiðavals m.t.t. snjóflóðahættu, fái þjálfun í notkun sérhæfðs útbúnaðar svo sem ísaxa og brodda og upplifi sig öruggari á fjöllum að vetrarlagi.
Fyrir allar fjallgöngur í vetraraðstæðum er æskilegt að þátttakendur í fjallgöngum Fjallaskólans hafi lokið þessu námskeiði sem jafnan er haldið í janúar / febrúar ár hvert.
Vina- eða starfsmannahópum er bent á að hafa samband ef áhugi er á sérnámskeiði.
Smeltu hér til að sjá myndir af síðasta námskeiði sem haldið var 7. febrúar.
Þú lærir meðal annars:
- um öruggt leiðaval í fjalllendi m.t.t. veðurs og snjósöfnunar
- um jafnvægi, orkusparnað og sporagerð með og án ísaxar
- að stöðva fall með og án ísaxar
- rétta notkun ísaxar í brattlendi þ.m.t. ísaxarbremsu frá öllum hliðum!
- góða broddatækni sem nýtist við ólíkar aðstæður
- um styrkleika snævar og hvernig nýta má hann í brattlendi
- um virkni snjóflóðaýla og fyrstu viðbrögð við snjóflóðum
Fyrirkomulag
Tölvupóstur með nánari upplýsingum um framkvæmd og fyrirkomulag námskeiðsins verður sendur til skráðra þátttakenda í síðasta lagi viku fyrir upphaf námskeiðsins.
Eftir skráningu fá nemendur senda ferðaáætlun með helstu upplýsingum. Athugið að þar sem við munum renna okkur í snjónum (eins og börn;-) þá er hætt við því að dýr og vandaður, vatnsheldur útivistarfatnaður geti látið á sjá. Því er e.t.v. skynsalegri og betri kostur að finna til eldri galla.
Persónulegur útbúnaður:
- viðeigandi fatnaður og skór (helst hálfstífir eða stífir, mjúkir duga)
- mannbroddar sem passa á skóna (hægt að fá lánaða)
- ísöxi fyrir fjallamennsku (hægt að fá lánaða)
- hjálmur (reiðhjólahjálmur dugar)
Hafðu samband (jongauti@fjallaskolinn.is) ef spurningar vakna.
Tímarammi:
Kl. 09.00 Brottför frá N1 ÁrtúnsbrekkuFjallaskólinn
Kl. 17.00 Heimkoma
Verð og skráning:
5.900 kr. fyrir Útiverur og þá sem eru skráðir í Fjallaþrek
10.900 kr. fyrir utanaðkomandi
Lágmark/hámark: 6/12 þátttakendur.
Skráning: Smelltu hér til að skrá þig