AIMG Hard Ice 1 / Jöklaleiðsögn 1

Hard Ice 1 / Fagnámskeið í Jöklaleiðsögn 1 

Pleas note! It is expected that participants have already some rope work experience before attending this course. 
If you have limited mountaineering, glacier or climbing background or it is long forgotten you might need to refreshen your know how with a two day intro course for glacier guiding (see here)

Please contact jongauti@fjallaskolinn.is if you have any questions on that topic. 

Ath. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu af línuvinnu, sjá neðar.
Reyndir leiðsögumenn með litla reynslu af fjallamennsku gætu þurft að hressa upp á línuvinnuna og til þess hefur Fjallaskólinn boðið upp á tveggja daga undirbúningsnámskeið í jöklaleiðsögn.

Smelltu hér til að kynna þér undirbúningsnámskeið/dag eða hafðu samband við jongauti@fjallaskolinn.is 


The following info is in Icelandic only: Please contact jongauti@fjallaskolinn.is or call 7877090 for further information.

Fagnámskeiðið Jöklaleiðsögn 1 er grunnnámskeið í jöklaleiðsögn.
Efni námskeiðsins byggir á stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi.

Í stuttu máli:

 • Námskeiðið eru fjórir dagar (þar af tveir hálfir/ferðadagar)
 • Námskeiðið eru haldið í Öræfasveit (aðsetur á Svínafelli)
 • Kennsla fer fram innanhús (fyrirlestrar) og á skriðjöklum Öræfasveitar
 • Grunnnámskeið fyrir þá sem stefna á leiðsögn á harðís skriðjökla (neðan snælínu)
 • Hlutfall þátttakanda á leiðsögumann: 6:1
 • Hámarksfjöldi: 12 þátttakendur
 • Lágmarksfjöldi: 4 þátttakendur

Kennsla og mat

Námskeiðið eru byggt upp með kennslu og símati á frammistöðu þátttakenda. Lagt er mat á færni þátttakenda í samskiptum við gesti, leiðarval, miðlun efnis, þekkingu á jöklum og umhverfi þeirra, færni í sprungubjörgun og línuvinnu. Einnig er þekking og færni í stærri björgunaraðgerðum metin. Á námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 er kennsla mun stærri þáttur en á Jöklaleiðsögn 2 og 3 þar sem megin áhersla er á færnimat þátttakenda.

Réttindi

Þeir sem standast kröfur Jökla 1 námskeiðsins öðlast rétt til að starfa á jökli undir beinni og óbeinni leiðsögn jöklaleiðsögumanns / Fjallaleiðsögumans.


Verð og skráning:

AIMG Jökla 1 / HIG 1 – 99.000 kr.* Skráning  

Greitt er fyrir námskeiðið með millifærslu á reikning Lágfóta ehf. Kennitala: 461014-1000 / R.nr.: 0133 – 26 – 10253
* Ath. að verkalýðsfélög niðurgreiða sum hver allt að 90% af námskeiðsgjaldinu. 

Innifalið: Kennsla, sérhæfður útbúnaður eftir atvikum.

Ekki innifalið: Akstur, gisting og uppihald meðan á námskeiðinu stendur.

Forkröfur: (sjá neðar í kröfum Félags Fjallaleiðsögumanna)

Hvenær?:
Ef áðurnefndar dagsetningar henta ekki er velkomið að hafa samband við Jón Gauta s. 7877090 eða sendi línu á jongauti@fjallaskolinn.is. Námskeið eru einnig haldin eftir samkomulagi árið um kring.

Yfirleiðbeinandi á fagnámskeiðum Fjallaskólans er Jón Gauti Jónsson Fjallaleiðsögumaður AIMG


Lýsing á námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 eins og fram kemur á vef Félags Fjallaleiðsögumanna (www.aimg.is)

Grunnnámskeiðið í jöklaleiðsögn tekur fjóra daga og fer fram á skriðjökli. Þetta námskeið er ætlað nýliðum í jöklaleiðsögn. Farið er yfir helstu atriðið í jöklaleiðsögn, s.s. veður, leiðarval, ísklifur, kennslu, sprungubjörgun, fjallavit, skráning í log-bækur, samskipti við gesti og hópstjórnun. Björgunaræfing er einnig hluti af námskeiðinu.

Forkröfur

 • Gerð er krafa um grunnþekkingu á fjallamennsku og línuvinnu. Þessi grunnþekking getur verið í formi menntunar frá leiðsöguskólum, nýliðaþjálfunar björgunarsveita, Björgunarskóla Slysavarnafélags Landsbjargar eða viðurkenndra einkaaðila* í fjallamennsku og ferðamennsku á jöklum.
 • Nemendur verða að hafa gilt skyndihjálparskírteini t.d fyrsta hjálp 1 og 2 eða sambærilegt (40 klst).
  *Fyrirtæki sem yfir hafa að ráða Fjallaleiðsögumanni og Jöklaleiðsögumanni.

Mat

Geta nemenda í helstu áhersluatriðum skv. námsskrá félagsins er metin meðan á námskeiðinu stendur.
Á síðasta degi fer fram mat þar sem nemendur þurfa að leysa björgunarverkefni.

Á meðal þess sem farið verður í:

 • Samskipti við viðskiptavini
 • Leiðarval og áhættugreining leiða
 • Sprungubjörgun og ísklifur
 • Samskipti og hópstjórn við erfiðar aðstæður
 • Jöklafærni og þekking
 • Tryggingar í ís
 • Meðferð línu
 • Þrek og þol
 • Viðbrögð við álagi
 • Veður – áhrif landslags á veður
 • Leiðbeiningar til viðskiptavina