Posts Categorized: Fjallgöngur Útivera

Tröllakirkja 1001 m

Tröllakirkja 21. apríl ’18 – Allt er þegar þrennt er …  Tröllakirkja 1001 m vestan Holtavörðuheiðar stendur á sýslumörkum Mýra-, Dala- og Strandasýslu enda ku víðsýni mikið af tindi hennar, í björtu 😉 Þrátt fyrir nafnið var fjallið um aldir áður samastaður trölla sem þar ku hafa lagt á ráðin þegar mannkyni fór að fjölga… Read more »

Fjallganga – Dagmálafjall (977 m)

Dagmálafjall (977 m) stendur rétt neðan við jökulrönd í austanverðum Eyjafjallajökli. Fjallið, sem er víst goshryggur, og rís allhátt yfir nánasta umhverfi sitt. Af þeim sökum sést það vel frá Merkurbæjunum austan við fjallið og hefur að öllum líkindum þjónað Runólfi goða á Dal (Stóradal) sem eyktarmark (líklega dagmál … en við komumst að því… Read more »

Háleiksmúli við Háleiksvatn og nærliggjandi tindar

Háleiksmúli er hæstur fjallstinda er umkringja Háleiksvatn á Mýrum, fáfarið fjalllendi sveipað mikilli dulúð. Umhverfis Háleiksvatn rísa fallegir tindar eins og Gjafi, Kúfusandur, Smjörhnúkur og Moldnúpur.  Ferðaáætlun: 7. október ’17 Kl. 7.00 – Brottför frá N1 Ártúni (Akstur c.a. 1:40 mín frá R.vík) Kl. 17.30 – Komum í bíl  Kl. 19.00 – Komum til borgarinnar nema okkur detti í hug… Read more »

Skyrtunna og Svartafjall við rætur Snæfellsnes

“Það er komin sautjándi júní” … eða næstum. Svonefnd þrífjöll standa austan ljósufjalla og norðan Hafursfell og setja sterkan svip fjalllendi Snæfellsnes upp af Haffjarðará. Ætlunin er að hefja göngu frá bænum Svarfhóli vestan Hafursfells og ganga á Skyrtunnu og Svartafjall en koma svo niður austan Hafursfell við bæinn Dalsmynni.  Leiðin í heild er um… Read more »

Huldufjöll í Mýrdalsjökli

Laugardaginn 27. maí verður sjálf óvissan á huldu! Þá stefnum við í Huldufjöll sem eru jökulsker í miðjum Kötlujökli / Höfðabrekkujökli.  Allt umhverfi svæðisins er stórhrikalegt, magnað og þrungið óvissu enda verður gengið á jökli drykklanga stund. Gangan hefst og henni líkur í Þakgili, litlu og þröngu gili sem þó er stútfullt af sögu. Sumir gætu viljað… Read more »

Skarðsheiði endilöng 22. apríl

… það skildi þó aldrei hafast 22. apríl næstkomandi?  Skarðsheiði endilöng hefur verið á dagskrá Útivera svo árum skiptir … en einhvern vegin aldrei orðið að veruleika. Þetta er glæsileg tindaferð með útsýni til allra átta eins og ekkert hafi verið til sparað. Hér er um langa og eftir aðstæðum erfiða ferð að ræða eða… Read more »

Hafnarfjall (844 m) í hring

Langþráður vetur í kortunum Næskomandi laugardag stefnir í vetur til fjalla. Af veðurþáttaspá Veðurgerðarinnar að dæma má búast við vægu frosti og svolítilli úrkomu í formi snævar. Eitthvað mun hlýna þegar líður á daginn. Mestu munar þó um að vindur verður líklega hægur þótt ekki beri líkönum alveg saman. Ég stefni hefðbundna leið á þessa… Read more »

Þyrill Hvalfirði
17. desember 2016

Laugardaginn 17. desember ætla ég að ganga á Þyril í Hvalfirði. Fyrirvarinn er stuttur sem að nokkru helgast af veðurspá þar sem ýmist er bætt í eða dregið úr! Lítið eitt um gönguna og Þyril Þyrill (393 m.y.s.) er eitt tilkomumesta fjall Hvalfjarðar séð frá veginum allt í kringum fjörðin en útsýnið af toppnum þykir jafnframt…

Ísbíltúr í Sólheimajökul

Laugardaginn 12. nóvember 2016 verður undraheimur haustjökulsins kannaður en þá skarta skriðjöklar sínum fínasta bláa jökulskalla. Tugir þúsunda erlendra ferðamanna flykkjast á jökla landsins og skoða veröld sem er næsta ókunnug íslendingum sem þó búa svo nærri. Í þessari ferð er ætlunin að kynnast nýjum hliðum á jöklum og jafnvel príla smá ef áhugi er fyrir hendi…. Read more »