Posts Categorized: Ferðir

Ísklifur 1 – fyrir ískalda karla og kerlingar

Lærðu réttar aðferðir og góða tækni og þá er eftirleikurinn í þínum höndum. Forkröfur: Engar forkröfur um fyrri reynslu. Námskeiðið er sniðið að þörfum þátttakenda. Þó er gert ráð fyrir að þátttakendur eigi hlýjan og skjólgóðan útivistarfatnað og hafi einhverja reynslu af útivist. Ísklifurmyndir teknar á ísklifurnámskeiðum Fjallaskólans … til að dreyfa huganum. Hafðu samband vegna námskeiða… Read more »

Tröllakirkja 1001 m

Tröllakirkja 21. apríl ’18 – Allt er þegar þrennt er …  Tröllakirkja 1001 m vestan Holtavörðuheiðar stendur á sýslumörkum Mýra-, Dala- og Strandasýslu enda ku víðsýni mikið af tindi hennar, í björtu 😉 Þrátt fyrir nafnið var fjallið um aldir áður samastaður trölla sem þar ku hafa lagt á ráðin þegar mannkyni fór að fjölga… Read more »

Fjallganga – Dagmálafjall (977 m)

Dagmálafjall (977 m) stendur rétt neðan við jökulrönd í austanverðum Eyjafjallajökli. Fjallið, sem er víst goshryggur, og rís allhátt yfir nánasta umhverfi sitt. Af þeim sökum sést það vel frá Merkurbæjunum austan við fjallið og hefur að öllum líkindum þjónað Runólfi goða á Dal (Stóradal) sem eyktarmark (líklega dagmál … en við komumst að því… Read more »

Háleiksmúli við Háleiksvatn og nærliggjandi tindar

Háleiksmúli er hæstur fjallstinda er umkringja Háleiksvatn á Mýrum, fáfarið fjalllendi sveipað mikilli dulúð. Umhverfis Háleiksvatn rísa fallegir tindar eins og Gjafi, Kúfusandur, Smjörhnúkur og Moldnúpur.  Ferðaáætlun: 7. október ’17 Kl. 7.00 – Brottför frá N1 Ártúni (Akstur c.a. 1:40 mín frá R.vík) Kl. 17.30 – Komum í bíl  Kl. 19.00 – Komum til borgarinnar nema okkur detti í hug… Read more »

Skyrtunna og Svartafjall við rætur Snæfellsnes

“Það er komin sautjándi júní” … eða næstum. Svonefnd þrífjöll standa austan ljósufjalla og norðan Hafursfell og setja sterkan svip fjalllendi Snæfellsnes upp af Haffjarðará. Ætlunin er að hefja göngu frá bænum Svarfhóli vestan Hafursfells og ganga á Skyrtunnu og Svartafjall en koma svo niður austan Hafursfell við bæinn Dalsmynni.  Leiðin í heild er um… Read more »

Huldufjöll í Mýrdalsjökli

Laugardaginn 27. maí verður sjálf óvissan á huldu! Þá stefnum við í Huldufjöll sem eru jökulsker í miðjum Kötlujökli / Höfðabrekkujökli.  Allt umhverfi svæðisins er stórhrikalegt, magnað og þrungið óvissu enda verður gengið á jökli drykklanga stund. Gangan hefst og henni líkur í Þakgili, litlu og þröngu gili sem þó er stútfullt af sögu. Sumir gætu viljað… Read more »

Skarðsheiði endilöng 22. apríl

… það skildi þó aldrei hafast 22. apríl næstkomandi?  Skarðsheiði endilöng hefur verið á dagskrá Útivera svo árum skiptir … en einhvern vegin aldrei orðið að veruleika. Þetta er glæsileg tindaferð með útsýni til allra átta eins og ekkert hafi verið til sparað. Hér er um langa og eftir aðstæðum erfiða ferð að ræða eða… Read more »

Gönguskíði með Árna og Írisi í Bláfjöllum

Nú er komið að því að skella skíðum undir skóna og sjá hvað skeður! Árni og Íris sem verið hafa með okkur í vetur eru mikið gönguskíðafólk og leiðsegja á hverjum vetri hópum á gönguskíðum hérlendis og erlendis. Árni og Íris hafa í samstarfi við Ull boðist til að kynna Útiverum þetta ört vaxandi áhugamál og… Read more »