
Sótti frábært vikulangt námskeið að vori hjá þessum háskóla til fjalla.
Jón Gauti kennir af djúpu innsæi og fagmennsku.
Ég hef sótt þrjú námskeið á vegum Fjallaskólans og voru þau öll einstaklega lærdómsrík vel skipulögð og skemmtileg.
Jón Gauti er ekki bara frábær og faglegur kennari heldur er hann einnig drengur góður.
Bjarni Jónsson
Hef sótt mikinn fróðleik í fjallamennsku hjá Jóni Gauta Jónssyni og sótt til hans námskeið í jökla- og fjallaleiðsögn. Gef honum tvímælalaust mín allra bestu meðmæli; hann er fagmaður fram í fingurgóma og kann þá list virkilega vel að miðla þekkingu sinni. Fátt er betra til að auka öryggi sitt á fjöllum en að sækja hjá honum þekkingu og tilsögn. Svo er hann auðvitað fjári skemmtilegur!
Róbert Marshall
Tóm gleði og hamingja. Brosti hringinn allan tímann. Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá Jóni Gauta. Hann er frábær kennari, faglegur út í ystu fingurgóma og það sem meira er, afar þolinmóður og alveg laus við það yfirlæti sem stundum einkennir þá sem mestu reynsluna hafa 🙂 Ég mæli heilshugar með þessu námskeiði fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna. Þetta er út að leika eins og það gerist best.
Brynhildur Ólafsdóttir
Fór á mitt fyrsta ísklifur námskeið hjá Jóni Gauta. Mögnuð lífsreynsla sem allir ættu að prufa.
Frábær umgjörð og mikil fagmennska. Mæli hiklaust með Fjallaskólanum.
Björn Brynjar Steinarsson
Þú lærir á sjálfan þig, náttúruna og hvernig á að njóta hennar og umgangast bæði sumar sem vetur
Halldór Guðmundsson
Jón Gauti býður oft upp á óvissu en öryggið er þó alltaf í fyrirrúmi og aldrei gefinn afsláttur af því.
Valrós Sigurbjörnsdóttir
“Komdu með, þú sérð ekki eftir því”
Bjarney M. Jónsdóttir
Get klárlega mælt með þessu. Gauti er einstakur og hann býður upp á krefjandi fjöbreytta líkamsrækt sem er með því skemmtilegra sem ég hef gert.
Bylgja Kærnested
“Að vera Útivera hressir og bætir bæði líkama og sál, og svo er það bara svo skemmtilegt”
Snædís Snæbjörnsdóttir